Hekla Dögg Jónsdóttir prófessor við myndlistardeild er ein af þremur myndlistarmönnum sem tilnefndir hafa verið til að útfæra nánar verk sitt fyrir val um þátttöku í næsta Feneyjartvíæringi.

Að tillögunni vinn­ur hún með sýn­ing­ar­stjór­an­um Al­ess­andro Ca­stigli­oni og hafa þau unnið sam­an nokkr­um sinn­um, meðal ann­ars með verk henn­ar á sýn­ing­um í söfn­um í Genóa og á Gíbralt­ar.

Aðrir sem tilnefndir eru: 
Elín Hansdóttir með sýningarstjóranum Carson Chan
Hrafnhildur Arnardóttir með sýningarstjóranum Birtu Guðjónsdóttur

„Það er spenn­andi að fá að halda áfram með til­lög­una – það opn­ast heill heim­ur af mögu­leik­um,“ seg­ir Hekla Dögg Jóns­dótt­ir í viðtali við Morgunblaðið. „En ég mun vinna áfram með hug­mynd­ir og hluti sem ég hef áður unnið með og sýnt,“ bæt­ir hún við. „Svo er ég svo hepp­in að hafa verið í rann­sókn­ar­leyfi frá LHÍ og er því al­veg til­bú­in fyr­ir þessa vinnu. Ég hef und­an­farið hlaðið upp hug­mynd­um og unnið út frá þeim.“

Í rannsóknarleyfi sínu vann hún að sýningunni Evolvement í Kling & Bang og í tengslum við sýninguna var gefin út bókin Ég er hér sem styrkt var af Útgáfusjóði Listaháskólans og Myndlistarsjóði.

Við óskum Heklu Dögg til hamingju með tilnefninguna og óskum henni velgengni í áframhaldandi þróun tillögunnar. Endanlegt val verður kynnt í maí.