Nýverið var haldin ráðstefna um útinám. Ráðstefnan fór fram við Laugarvatn og var það SÁÚt- Samtökum áhugafólks um útinám sem stóð að henni.
 
Sérlegur útsendari frá Listkennsludeild Listaháskóla Íslands var á staðnum til að fá innblástur og vera með í samtalinu um þetta mikilvæga málefni.
 
Arite Fricke, kennari í Bláskógaskóla í Reykholti hélt flugdrekasmiðju og einnig sýndi Richard Irvine nokkrar kennsluaðferðir en Richard var aðal fyrirlesari ráðstefnunnar. Hann hefur 25 ára reynslu í útinámsfræðum og hefur kennt mikið í skógum og við strendur suð-vestur Englands.

 

29388367_10215715206983494_6823711243790974976_o.jpg
 

 

Í haust verður boðið upp á tvö námskeið tengd útinámi í LHÍ. Annars vegar er það námskeiðið Upplifunar og útinám og hinsvegar Tálgað og tengt við náttúruna.

Bæði námskeiðin verða í boði í Opna listaháskólanum og hægt er að fylgjast með námsframboði í Opna LHÍ hér