Hönnunar- og arkitektúrdeild lætur sig ekki vanta á hönnunarmars. Málþing og sýningar, opnanir og fyrirlestrar, gjörningar og tilraunir og svo mætti lengi telja. Það er af mörgu að taka!
 
HönnunarMars fer fram í tíunda sinn dagana 15. til 18. mars 2018. Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum. Á meðal viðburða ár hvert eru sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar. Á HönnunarMars sameinast allar greinar hönnunar; fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafísk hönnun og vöruhönnun. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af íslenskum hönnuðum og arktitektum, en þátttakendur hátíðarinnar telja um 400 ár hvert. Aukinn fjöldi erlendra þátttakenda kemur til landsins með hverju ári og tekur þátt í HönnunarMars. Hátíðin er orðin mikilvægt hreyfiafl í íslensku samfélagi og er viðskiptalegt vægi hátíðarinnar mjög mikið fyrir þátttakendur.
 
Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands kemur að hátíðinni með margvíslegum hætti og hér að neðan má sjá úrval viðburða sem tengjast deildinni með einu eða öðru móti. Þar á meðal eru viðburðir sem fara fram á vegum deildarinnar í húsnæði okkar, Þverholti 11, viðburðir á vegum starfsfólks og kennara deildarinnar og viðburðir á vegum hollnema deildarinnar. Hér að neðan eru upplýsingar um hvenær viðburðir eða opnanir þeirra hefjast og hvar þeir fara fram. Allar frekari upplýsingar um lengd viðburða og aðra opnunartíma má nálgast á síðu viðburðarins. Athugið að þessi listi er engan vegin tæmandi.
 

Þriðjudagur, 13. mars

 
15:30 // Hvernig? Málþing um samkeppnir
Sigrún Birgisdóttir, deildarstjóri hönnunar- og arkitektúrdeildar ásamt arkitektunum Sigríði Magnúsdóttur og Steve Christer.
Arion banki, Borgartún 19
 
17:00 // Önnur sæti 
Anna Dröfn Ágústsdóttir, fagstjóri fræða hönnunar- og arkitektúrdeildar ásamt Guðna Valberg arkitekt
Arion banki, Borgartún 19
 
 

Miðvikudagur, 14. mars

11:00 // Gestagangur hönnunar- og arkitektúrdeildar: Vij5 - The next step
Arjan van Raadshooven og Anieke Branderhorst vöruhönnuðir og stofnendur Vij5 halda opinn fyrirlestur
Þverholt 11, Fyrirlestrasalur A
 
17:00 // Mottur í mars
Birta Rós Brynjólfsdóttir, Hrefna Sigurðardóttir og Steinunn Eyja Halldórsdóttir, fyrrum nemendur hönnunar- og arkitektúrdeildar.
Verslun Rauða kross Íslands, Laugavegur 116, 101 Reykjavík
https://designmarch.is/dagskra/the-red-cross-rugs
 
18:00 // Illikambur
Hilda Gunnarsdóttir (Milla Snorrason), fyrrum nemandi í fatahönnun og Hanna Dís Whitehead, kennari við vöruhönnunarbraut.
 
18:00 // DesignMUNch
Meðal þátttakenda eru fyrrum nemendur LHÍ
MUN, Barónsstígur 27, 101 Reykjavík
https://designmarch.is/dagskra/designmunch
 
19:00 // Lifnaðarhættir / Forms of Life
Sýningarstjóri: Thomas Pausz, fagstjóri meistaranáms í hönnun.
Norræna húsið / The Nordic House
 
 

Fimmtudagur, 15. mars

09:00 // Design Talks
Meðal fjölmargra áhugaverðra fyrirlesara eru Steinþór Kári Kárason, prófessor í arkitektúr og tveir fyrrum nemendur LHÍ, Björn Steinar Blumenstein og Johanna Seeleman. Dagskrárstjóri er Hlín Helga Guðlaugsdóttir, sýningarstjóri og ráðgjafi í hönnunarhugsun.
Silfurberg, Harpa
https://designmarch.is/dagskra/designmunch
 
16:00 // Skógarnytjar
Björn Steinar Blumenstein, fyrrum nemandi í vöruhönnun.
Skógrækt Reykjavíkur - Heiðmörk, Elliðavatnsland, 110 Reykjavík
https://honnunarmars.is/dagskra/skogarnytjar
 
18:00 // Stússað í steininum
Búi Bjarmar Aðalsteinsson og Emilía Sigurðardóttir, fyrrum nemendur í vöruhönnun ásamt núverandi nemendum.
Aðalstræti 2
 
18:00 // Mót
Theodóra Alfreðsdóttir, kennari við vöruhönnunarbraut.
 
18:00 // By Petra Bender
Petra Bender, fyrrum nemandi í fatahönnun.
Aðalstræti 2
 
19:00 // Snyrtisett hestahirðisins
Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnun
A . M . Concept Space, Garðastræti 2
https://honnunarmars.is/dagskra/the-horsekeepers-grooming-kit
 
17:15 - 22:00 // Mæna 9 – Útgáfupartý / Release Party
Mæna er tímarit hönnunar- og arkitektúrdeildar sem er hannað af nemendum á þriðja ári í grafískri hönnun undir stjórn Birnu Geirfinnsdóttur, fagstjóra í grafískri hönnun, Bryndísar Björgvinsdóttur, lektor á fagsviði fræða og Lóu Auðunsdóttur, aðjúnkt í grafískri hönnun.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið
 
 

Föstudagur, 16. mars

11:00 // Flatbökusamsteypan
Verkefni á vegum fyrrum nemenda hönnunar- og arktiektúrdeildar
Julia & Julia, Safnahúsið Hverfisgötu 15
https://honnunarmars.is/dagskra/flatbokusamsteypan-a-documentary-about-a-pizza
 
15:00 // Annað samtal
Hanna Dís Whitehead (kennari við vöruhönnunarbraut)
 
17:00 // Matís x LHÍ: Matarhönnun og matartengd nýsköpun
Þverholt 11, 1. hæð.
17:00 // Náin framtíð
Sýning nemenda í vöruhönnun
Þverholt 11, 3. hæð (stúdíórými)
 
17:00 // UrbanLab 
Sýning nemenda í arkitektúr
Þverholt 11, Kjallari / Basement
 
17:00 // Studio Trippin
Studio Trippin er hönnunarteymi sem samanstendur af tveimur hollnemum hönnunar- og arkitektúrdeildar, þeim Kristínu Karlsdóttur, fatahönnuði og Valdísi Steinarsdóttur, vöruhönnuði.
Icelandair Hotel Reykjavík Marina, Mýrargötu 2-8
https://honnunarmars.is/dagskra/studio-trippin
 
19:00 // Design Diplomacy – Sweden
Steinþór Kári Kárason, prófessor í arkitektúr við LHÍ ásamt Rahel Belatchew, arkitekt.
Fjólugata 9, 101
 
 

Laugardagur, 17. mars

14:00 // Málþing um sýningarhönnun
Anna María Bogadóttir, aðjúnkt í arkitektúr við LHÍ ásamt fleirum.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgata 41, 101 Rvk
 
15:00 // Catch of the Day
Björn Steinar Blumenstein, fyrrum nemandi í vöruhönnun.
Bismút, Hverfisgata 82, 101 Reykjavík
https://designmarch.is/dagskra/catch-of-the-day-2