Kveikja #4 er komin í loftið en að þessu sinni er það Hildigunnur Rúnarsdóttir, tónskáld og aðjúnkt við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, sem velur gullfallegar kórperlur, nýjar og eldri og úr ótal áttum á sinn lista.

Hildigunnur hefur sungið í kórum frá blautu barnbeini, þar af lengst í sönghópnum Hljómeyki og tekist á við fjölmörg af þeim kórverkum sem hér má hlýða á auk þess sem hún hefur samið fjölmörg kórverk, smærri og stærri. 

Njótið vel.