Kveikja er vikulegur lagalisti þar sem lista- og fræðimenn við tónlistardeild LHÍ deila með tónlistargrúskurum uppáhaldsmúsík af alls kyns toga. Við tónlistardeild starfar afar fjölbreyttur hópur kennara eins og lagalistar hvers og eins endurspegla; þar má finna tónlist margra alda og allra álfa, margvíslegra stíla og strauma.

Tónlistakonan Sóley Stefánsdóttir, sem kennir laga- og textasmíði við tónlistardeild LHÍ, færir okkur Kveikju vikunnar en þar má finna einkar innblásandi og krassandi blöndu af nýrri og nýlegri tónlist úr fjölmörgum áttum; sveim og suð, rapp og rokk, kvikmyndamúsík, sálartónlist og áfram mætti telja.

Útópía Bjarkar Guðmundsdóttur slær upptaktinn að lagalista Sóleyjar og síðan fylgja kveikjurnar hver af annarri. Njótið vel.