Haustið 2018 mun ný námsleið innan tónlistardeildar LHÍ hefja göngu sína en um er að ræða rytmískt kennaranám á bakkalárstigi og bætist þá við námsleiðina hljóðfærakennaranám eða klassískt kennaranám sem hefur verið sérstök námsleið innan tónlistardeildarinnar frá árinu 2013.
 
Nýja námsleiðin er samstarfsverkefni Tónlistardeildar LHÍ og rytmískrar deildar MÍT (áður FÍH) en innan síðarnefndu deildarinnar hefur um langt skeið byggst upp sérhæfð þekking sem ný námsleið mun að hluta byggja á auk þess sem hún mun að nokkru samþættast klassíska hljóðfærakennaranáminu.
 
Ítarleg kynning mun fara fram á næstu vikum af hálfu tónlistardeildar en nánari upplýsingar veitir tmbald [at] lhi.is (Tryggvi M. Baldvinsson), deildarforseti tónlistardeildar LHÍ.