Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2018 kl.16.00.
Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í grunn- og meistaranámi í sumarvinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni.
 
  • Styrkir verða veittir til rannsóknar- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja
  • Umsóknir um styrki eru metnar með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein
  • Verkefnin skulu leyst af hendi með sjálfstæðri og faglegri vinnu námsmanns undir leiðsögn ábyrgðarmanna
  • Styrkir eru ekki veittir til lokaverkefna námsmanna
  • Úthlutun mun liggja fyrir í byrjun mars 2018
Hverjir geta sótt um?
  • Háskólanemar í grunn- og meistaranámi
  • Sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og háskóla sem óska eftir að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknir
 
Sótt er um í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. Nánari upplýsingar, reglur og leiðbeiningar eru að finna á síðu Nýsköpunarsjóðs námsmanna.
 
 
Þess má geta að nemendur LHÍ hafa verið farsælir þegar kemur að úthlutun styrkja frá sjóðnum og í síðustu úthlutun fengu níu verkefni styrk. Og tvívegis hafa nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verið veitt nemendum LHÍ:
 
Úlfur Hansson, fyrir OHM, rafhörpu (2013)
Heiðdís Inga Hilm­ars­dótt­ir og Birgitta Stein­gríms­dótt­ir, fyrir Þekk­irðu fugl­inn?, borðspil (2016)