Leikið á horn og túbu auk þess sem flutt eru tvö kammerverk:

Erna Ómarsdóttir (horn), Guðmundur Andri Ólafsson (horn) og Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir (básúna) koma fram á tónleikunum.

Einnig verða leikin tvö kammerverk: 
Hjalti Þór Davíðsson (píanó), Karen Iliana Urbano Cuellar (fiðla) og Sigurlaug Björnsdóttir þverflauta leika verk eftir Martinu 

Íris Björk Gunnarsdóttir (söngur), Vera Hjördís Matsdóttir (söngur), Alexandra Scout Parks (söngur og Brynjar Friðrik Pétursson (gítar) flytja verk eftir Dowland.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!

Skammdegistónleikaröð tónlistardeildar er yfirheiti nemendatónleika í lok haustannar. Tónleikaröðin hófst með tónleikum í Hallgrímskirkju liðna helgi þar sem kór og hljóðfæranemendur skólans komu fram. 
Nú taka við einleiks- og kammertónleikar nemenda og standa þeir samfellt yfir á tímabilinu 25.nóvember til 11.desember.