Fiðlu- og kammertónleikar:

Agnes Eyja Gunnarsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir leika á fiðlu.
Meðleikari er Richard Simm.

Agnes Eyja Gunnarsdóttir (fiðla) og Anela Bakraqi (píanó) leika verk eftir Rakhmaninov.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!

Skammdegistónleikaröð tónlistardeildar er yfirheiti nemendatónleika í lok haustannar. Tónleikaröðin hófst með tónleikum í Hallgrímskirkju liðna helgi þar sem kór og hljóðfæranemendur skólans komu fram. 
Nú taka við einleiks- og kammertónleikar nemenda og standa þeir samfellt yfir á tímabilinu 25.nóvember til 11.desember.