Sunnudaginn 26. nóvember kl. 15 heldur Jóhanna María Kristinsdóttir útskriftatónleika frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands í Salnum, Kópavogi.

Efniskráin er mjög fjölbreytt og snertir á hinum ýmsu stílbrigðum tónlistarinnar. Á tónleikunum koma fram, ásamt Jóhönnu Maríu, Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Dagur Þorgrímsson tenór.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Jóhanna María hóf söngnám 14 ára gömul hjá Dagnýju Jónsdóttir í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þaðan lauk hún miðstigsprófi í desember 2012. Þá flutti Jóhanna María til Bandaríkjana og sótti einkatíma hjá Kathleen Ludowies, kennara við söngdeild Santa Clara háskóla í Kaliforníu-fylki. Árið 2014 flutti Jóhanna María aftur til Íslands og hóf nám í tónlistardeild Listaháskóla Íslands sama haust. Þar hefur hún lagt nám við klassískan söng undir handleiðslu Þóru Einarsdóttur, Kristins Sigmudssonar, Ólöfu Kolbrúnar Harðardóttur og Hönnu Dóru Sturludóttur. Jóhanna María hefur í gegnum tíðina einnig sótt einkatíma hjá hinum ýmsu kennurum, þá má nefna t.d. Catrin Wyn-Davies, Janet Haney, Rannveigu Bragadóttur, Jóhann Smára Sævarsson, Scot Weir, Erzsébet Boros-Konrád og Georgiu Michaelides.