Hin víðfrægu Tilraunakvöld Listaháskóla Íslands hefja göngu sína á ný; næsta kvöldið verður haldið mánudagskvöldið 27. nóvember í Mengi við Óðinsgötu 2.
 
Í þetta sinnið verður Mengi umturnað í gallerý þar sem stór hluti þátttakenda eru nemendur hönnunar- og arkitektúrdeildar. Tveir styttri gjörningar verða sýndir í rýminu sem að öðru leyti verður undirlagt verkum í vinnslu af ýmsu tagi.
 
Dagskráin er því aðeins að litlum hluta tímasett, stærstur hluti atriðanna verður þess eðlis að hægt er að ganga á milli, virða fyrir sér og jafnvel smakka á. Hún er svohljóðandi:
 
Sýningar:
Innsetningarhópurinn Samsetningar
Mathilde Lalouette
Skyngjafi - matarupplifun
Nemendur í Meistaranámi í hönnun.
 
Gjörningar:
Videozine - Launching Issue N°0 - Hefst klukkan 20:15
Veðurveran Bob - Hefst klukkan 20:45
 
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
 

Formleg dagskrá hefst klukkan 20. Húsið verður opnað klukkan 19:30. Aðgangur er ókeypis.