Listaháskólinn stendur fyrir röð viðburða í aðdraganda kosninganna sem fram fara 28. október næst komandi. Megin markmið viðburðanna er að vekja athygli á aðkallandi og alltumlykjandi húsnæðisvanda Listaháskólans.
 
Þess má geta að eitt helsta markmiðið með stofnun Listaháskóla Íslands árið 1999 var að koma listnámi á Íslandi á háskólastig, en listaháskólar voru ekki starfræktir í landinu fyrir þann tíma.
 
Önnur markmið voru:
Að stofna til þverfaglegs listaháskóla með hugmyndafræðilegri samlegð í takti við þróun samtímalista.
Að leysa húsnæðisvanda þeirra listaskóla á framhaldsskólastigi sem fyrir voru.
 
Að skapa góðan rekstrargrundvöll með þeirri samlegð sem fælist í sameiginlegum rekstri og rekstri háskólastarfs fyrir allar listgreinar UNDIR EINU ÞAKI.
 
Við hvetjum ykkur, sem viljið styðja við málstað Listaháskólans, til þess að sýna stuðning í verki með því að fjalla um málefni skólans undir myllumerkinu #undireinuþaki2022 og merkja við mætingu á viðburðinn Undir einu þaki 2022 sem finna má á Facebook.