Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands hefur skrifað undir samning við Þjóðleikhúsið um samstarf lokaverkefni leikara.

 

Steinunn Knútsdóttir forseti sviðslistadeildar og Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri undirrituðu samninginn í gær.

 

Átta útskriftarefni munu ásamt völdum leikurum Þjóðleikhússina sýna leikritið Aðfaranótt eftir Kristján Hrafn Þórðason en það bar sigur úr býtum í leikritasamkeppni sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands og Félags leikskálda og handritshöfunda um leikrit fyrir útskriftarárganginn.

 

Verkið verður sýnt í Kassanum vorið 2018.

 

Nánar um verkið og samstarfið má finna á vef Þjóðleikhússins.