13. september var undiritaður samstarfsamningur Útvarpsleikhúss RÚV og sviðslistadeildar LHÍ. Markmið samstarfsins er að mennta sviðslistanema og auka skilning þeirra á möguleikum útvarps sem skapandi miðils og veita þeim tækifæri til þess að spreyta sig á miðlinum með margs konar hætti í námi sínu, með tilraunum og þátttöku í listrænu ferli undir handleiðslu fagfólks.

Meðal verkefna verða námskeið í skapandi útvarpsvinnu og leikverk fyrir útskriftarhóp leikarabrautar. Tónlistardeild kemur einnig að samstarfinu og mun nemandi í tónsmíðadeild sjá um hljóðheim útvarpsverksins og námskeiðin verða einnig opin fyrir nemendur tónlistardeildar.

Samningurinn gildir til þriggja ára.
 

utvarpsvidslist.jpg

Á myndinni eru Tyrfingur Tyrfingsson, leikskáld, sem semur leikverk fyrir útskriftarhópinn, Stefán Jónsson, prófessor og fagstjóri leikarabrautar, Steinunn Knútsdóttir, forseti sviðslistadeildar, og Þorgerður E. Sigurðardóttir Útvarpsleikhússtjóri.