Dan Lemmon
Tuesday, 29. August 2017 - 14:00

MÁNUDAGINN 4. SEPTEMBER KL. 12:15 HELDUR DAN LEMMON, HÖNNUÐUR OG ÓSKARSVERÐLAUNAHAFI FYRIR TÆKNIBRELLUR (SPECIAL EFFECTS) FYRIRLESTUR UM STÖRF SÍN OG VERKEFNI.

 

Dan Lemmon hlaut nú í vor Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur sínar í kvikmyndinni The Jungle Book. Hann á farsælan feril að baki og vann meðal annars að tæknibrellum í myndunum The Lord of the Rings, Avatar, King Kong, The Fifth Element, Fight Club, Titanic og þremur síðustu Planet of the Apes myndunum. Dan Lemmon lærði vöruhönnun í Brigham Young háskólanum í Utah en síðan lá leiðin í kvikmyndaiðnaðinn þar sem hann hannar nú hluti, persónur og rými – svo eitthvað sé nefnt – á eftirvinnslustigum kvikmynda (post-production).

Í fyrirlestrinum mun Dan Lemmon segja frá menntun sinni, reynslu og nokkrum verkum. Auk siglinga er hönnun hans helsta áhugamál enda var hann að ljúka við að prenta út 3D prentara af Netinu til að hanna og prenta út módel heima hjá sér. Hann starfar nú sem verktaki fyrir Fox, Disney, Warner Brothers en þó allra helst Weta Digital sem er í eigu Peter Jackson. Dan býr um þessar mundir á Nýja-Sjálandi þar sem finna má höfuðstöðvar Weta Digital.

 

FYRIRLESTURINN FER FRAM Í SAL A Á NEÐSTU HÆÐ Í HÚSNÆÐI HÖNNUNAROG ARKITEKTÚRDEILDAR LHÍ, ÞVERHOLTI 11.

FYRIRLESTURINN FER FRAM Á ENSKU OG ER ÖLLUM OPINN.

THE LECTURE IS IN ENGLISH AND OPEN TO THE PUBLIC.