Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja útfæra sviðsverk. Valnámskeið í BA sviðslistadeild. 

Á einni viku vinna nemendur að sviðsverki útfrá eigin hugmynd og hafa til þess frjálsar hendur. Fyrir upphaf námskeiðins liggur fyrir hugmynd að sviðsverki, aðferðafræði og verkáætlun. Vinnan við verkið er sjálfstæð en leiðbeinandi er nemendunum innan handar hvað varðar þróun hugmynda, útfærslur og aðra ákvarðanatöku. Við skráningu á námskeiðið verða nemendur að senda inn verkefnalýsingu til leiðbeinanda. Verkin mega vera unnin í einstaklingsvinnu eða hópvinnu og eru sýnd í lok námskeiðsins.

Námsmat: Sviðsverk og greinagerð. 

Kennari: Steinunn Knútsdóttir.   

Staður og stund: Ætlast er til að nemendur starfi sjálfstætt en leiðbeinandi hittir nemendur mánudagana 21. og 28. ágúst kl.10:30 – 12:10 og afrakstur námskeiðisins verður kynntur föstudaginn 1. september.

Tímabil: 21. ágúst- 1. september. 

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur:  Stúdentspróf. Nauðsynlegt er að nemendur hafi umtalsverða reynslu af sviðslistum. 

Nánari upplýsingar: Vigdís Másdóttir, deildarfulltrúi sviðslistadeildar. vigdismas [at] lhi.is / 545 2297.