Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja nýta sér mismunandi aðferðir til listrannsókna. Valnámskeið í BA sviðslistadeild. 

Áfanginn býður upp á vissa nálgun og leiðir til rannsóknarvinnu fyrir sviðslistamanninn. Kynnt verða tæki og aðferðir eigindlegra rannsókna og eins hvernig hægt er að laga þau að listrænni vinnu, móta þau eftir eigin höfði. Nemendur fá þjálfun í rannsóknarvinnu fyrir sviðslistaverk. Sem dæmi um verkefni má nefna: „self ethnic research“, vettvangsferðir, að nota rýnihópa á skapandi og óvæntan hátt, djúpviðtöl. 

Eigindlegar rannsóknaraðferðir leggja áherslu á að skoða rannsakandann sjálfan, hvaðan hann kemur, hver er hann í tilteknu samhengi, hvaða fyrirfram mótaðar hugmyndir ber hann með sér. Eins er lögð áhersla á að rannsóknarspurningin þurfi ekki að vera mótuð fyrirfram heldur skuli finna hana í verkefninu sjálfu, þar af leiðandi eru eigindlegar aðferðir góð leið til þess að þjálfa leit og mikilvægi þess að leyfa sér að komast á ófyrirséðan stað.

Námsmat: Símat. 

Kennari: Eva Rún Snorradóttir.   

Staður og stund: Kennt daglega frá 13:00  – 16:40 í Álfhóli á Sölvhólsgötu 13.

Tímabil: 21. ágúst- 1. september. 

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur:  Stúdentspróf. Nauðsynlegt er að nemendur hafi umtalsverða reynslu af sviðslistum. 

Nánari upplýsingar: Vigdís Másdóttir, deildarfulltrúi sviðslistadeildar. vigdismas [at] lhi.is / 545 2297