Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem hafa hug á eða starfa við fræðslu/miðlun tengdum listasöfnum eða öðrum menningarstofnunum. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu verður hugað að því hvernig fræðsla á söfnum getur mótað og þróað upplifun gesta í gegnum þátttöku þeirra og listræna samvinnu. Sjónum verður einnig beint að stafrænum miðlunar- og sköpunarleiðum ásamt samfélagsmiðlum.
 
Nemendur fá innsýn inn í fræðslustarfsemi á listasafni, vinna hagnýt verkefni og fá tækifæri til að vinna með safngestum. Þeir kynnast fræðilegum kenningum safnafræðslu sem miða að fjölbreyttri og áhrifaríkri fræðslu og skapandi starfi innan og í tengslum við söfn. Safnfræðsla á við öll skólastig og er afar líflegt kennsluform en einnig verður hugað að fjölbreyttum markhópum safna. Námskeiðið fer fram á listasafni en einnig verða aðrar menningastofnanir heimsóttar með tilliti til þverfaglegs starfs.
 
Námsmat: Virkni í tímum og þátttaka í vettvangsferðum.
 
Kennari: Kristín Dagmar Jóhannesdóttir.
 
Staður og stund: Miðvikudagar kl: 13.00-15.50  og tveir föstudagar kl: 9.20-12.10 (29. nóv. og 6. des.)
 
Tímabil: 6. nóvember- 13. desember 2019.
 
Einingar: 6 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 73.500 kr. (án eininga) / 91.8000 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249.