Útskriftartónleikar af diplomabraut úr Listaháskóla Íslands

Herdís Mjöll flytur verk frá öllum heimshornum og eru þau samin aleg frá tímum barrokksins til samtímans. Á efnisskrá eru Fantasia og Micropieces eftir brasilíska tónskáldið Andersen Viana, síðasta hluta einleikspartitu í d-moll fyrir fiðlu, Ciacconne eftir konung barrokktímabilsins J. S. Bach, Zigaunerweisen eða sígunaljóð eftir Pablo de Sarasate frá Spáni og að lokum sónötu fyrir píanó og fiðlu í c-moll eftir Ludwig. V. Beethoven. Verið hjartanlega velkomin, frítt inn!

Meðleikari er Richard Simm

Listaháskólinn og Salurinn, Kópavogi eru í samstarfi vegna Tónleikaraðar Útskriftarhátíðar Listaháskólans og fara fjöldinn allur af tónleikum fram þar.
 

Andersen Viana (1964-)
Fantasieta
Micropieces

Johann S. Bach (1685-1750)
Partita no. 2 í d-moll fyrir einleiksfiðlu, BWV 1004.
Chaconne

Pablo de Sarasate (1844-1908)
Zigaunerweisen (sígunaljóð), Op. 20.

-Hlé-

Ludwig van Beethoven (1770-1827)
Sónata fyrir píanó og fiðlu í c-moll, Op. 30.
1. Allegro con brio
2. Adagio cantabile
3. Scherzo: Allegro
4. Finale: Allegro; Presto

Herdís Mjöll er fædd árið 1997 og hóf tónlistarnám sitt á fiðlu þegar hún var fimm ára gömul. Hún byrjaði í Allegro Suzukiskólanum þar sem aðalkennari hennar var Lilja Hjaltadóttir. Þaðan fór hún í Tónlistarskóla Reykjavíkur en stundar nú nám við Listaháskóla Íslands á Diplomabraut undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og Sigrúnar Eðvaldsdóttur og er að halda þessa tónleika að tilefni útskriftar þaðan. Hún hefur tekið þátt í mörgum námskeiðum bæði á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Þar á meðal Harpa International Music Academy, Valdres Sommersynfoni í Noregi og svo síðastliðið sumar tók hún þátt í Chautauqua Summer Music Festival í New-York fylki. Árið 2014 vann hún fyrir „besta atriði“ Nótunnar ásamt kvartett og hún hefur komið tvisvar fram sem einleikari með hljómsveit. Í fyrra skipti var það eftir samkeppni Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem hún lék Poéme eftir Ernést Chausson með hljómsveit skólans. Síðastliðin janúar spilaði Herdís Mjöll Mendelssohn fiðlukonsert í e-moll með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem ein af ungum einleikurum. Það er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Sinfóníunnar sem fer fram ár hvert og þrír til fjórir útvaldir fá að spila með hljómsveitinni.