Arnar Freyr hóf gítarnám í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar árið 2001 og lauk burtfararprófi frá skólanum árið 2014, kennari hans var Þorvaldur Már Guðmundsson. Haustið 2014 hóf Arnar Freyr nám við Listháskólann og hefur kennari hans þar verið Svanur Vilbergsson. Arnar hefur sótt masterclass tíma hjá Arnaldi Arnarsyni, Pétri Jónassyni, Ögmundi Jóhannessyni, Shingo Fuji, Christopher Ladd.

Auk gítarnáms hefur Arnar Freyr leikið með Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á árlegum jólatónleikum. Einnig hefur Arnar spilað með Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá árinu 2007.

Flytjendur:
Inger-Maren Fjeldheim, fiðla
Aldís Bergsveinsdóttir, fiðla
Sigrún Mary McCormick, víóla
Heiður Lára Bjarnadóttir, selló

Efnisskrá:
Cádiz úr Suite Española op. 47 – Isaac Albeniz (1860-1909)
Serenade – Toshio Hosokawa (1955-)

I. In the Moonlight
II. Dream Path

Pieces caractéristiques - Federico Moreno Torroba (1891-1982)

I. Preambulo
II. Oliveras

Homenaje – Manuel de Falla (1876-1946)
Sonate op. 15 – Mauro Giuliani (1780-1840)

I. Allegro spiritoso
II. Adagio con espressione
III. Allegro vivace

Kvintett fyrir gítar og strengi – Leo Brouwer (1939-)

I. Allegro
II.
III. Finale, allegro vivace