Í dag breyttist borgin: Útskriftarhátíð LHÍ

Tónverkið „Í dag breyttist borgin“ er sprottið úr hugrenningu um heimsmynd. Það er samansett úr nokkrum kórverkum sem bundin eru saman í eina heild með strengjakvartett. Texti við verkið er saminn af Örnu Margréti.

Flytjendur:
Kórinn Hljómeyki undir stjórn Mörtu G. Halldórsdóttur
Aldís Bergsveinsdóttir – fiðla
Steina Kristín Ingólfsdóttir – víóla
Þórdís Gerður Jónsdóttir – selló
Ingvi Rafn Björgvinsson – kontrabassi

Arna Margrét mun útskrifast frá tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands í vor. Í tilefni þess heldur hún útskriftartónleika þann 7. maí næstkomandi.

Arna Margrét hóf píanónám við sjö ára aldur og stundaði klassískt söngnám við Tónlistarskólann í Garðabæ. Hún flutti sig síðar yfir í Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan sem jazzsöngkona. Hún hefur komið víða fram, meðal annars í jazzþætti Hljómskálans á RÚV þar sem hún flutti lagið „Hjartað mitt “ eftir Tómasi R. Einarsson ásamt Eyþóri Gunnarssyni og Sigtryggi Baldurssyni.

Arna Margrét hefur lært undir handleiðslu Úlfars Inga Haraldssonar öll sín ár í skólanum. Hún var skiptinemi við Konunglega Tónlistarháskólann í Stokkhólmi í eina önn þar sem hún lærði hjá Örjan Fahlström. Á lokaönn sinni hefur hún einnig notið leiðsagnar KiruKiru (Kristín Björk Kristjánsdóttir). Fá þau öll bestu þakkir.