Guðmundur Óli Norland er sannkallaður hljóðunnandi. Hann vinnur með hljóðið á sköpunarglaðan hátt og kannar eiginleika þess í tónsköpun sinni. Guðmundur hefur fengist við og kynnst tónlist meginpart ævi sinnar; stundað píanóleik og fengist við ýmis konar tónsmíðar allt frá unglingsaldri. Áferð, hljóðblöndun, hljómræna og dínamík rata inn í tónlist Guðmundar, hvort sem um hljóðfæra- eða raftónlist er að ræða. Í útskriftarverkinu hans frá tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands verður þetta haft að leiðarljósi. Verkið blandar saman hljóðfæra- og raftónlist sem myndar fjölbreyttan og áhugaverðan hljóðheim. Það eru allir velkomnir á tónleikana, konur og karlar, börn og kettir (helst ekki hundar, nema þeir séu siðmenntaðir og ógeltandi) og leikur enginn vafi á því að allir ættu að geta notið sín á þessum áhugaverðu tónleikum.

Flytjendur:
Úlfar Ingi Haraldsson, stjórnandi
Sigríður Hjördís Indriðadóttir, flauta
Kristín Ýr Jónsdóttir, flauta
Kristín Þóra Pétursdóttir, klarinett
Steinn Völundur, básúna
Anela Bakraqi, píanó
Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla
Heiður Lára Bjarnadóttir, selló
Ásthildur Helga Jónsdóttir, bassi

Tónleikarnir eru hluti af Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands.

Listaháskólinn og Salurinn, Kópavogi eru í samstarfi vegna Tónleikaraðar Útskriftarhátíðar Listaháskólans og fara fjöldinn allur af tónleikum fram þar.