Umsóknarfrestur í bakkalárnám er til 31. mars.

Á söngnámi við LHÍ er áhersla á að nemendur séu virkir gerendur í náminu. Þeir eru hvattir til að móta eigin námsferil og áherslur í náminu eftir áhugasviði. Nemendur vinna að markmiðum sínum undir sameiginlegri handleiðslu söngkennara skólans og annarra kennara tónlistardeildar. Á ári hverju heimsækja deildina margir gestakennarar og vinna með nemendum í einkatímum, vinnusmiðjum eða námskeiðum.

Breiður fræðilegur grunnur í tónfræðigreinum og tónbókmenntumvbyggir undir faglega þekkingu nemenda og áhersla á praktískar hliðar á starfi söngvarans eins og verkefnastjórnun, kennslufræði, framburður og hljóðfræði, leiklist, spuni, óperuvinna, kammerverkefni, kór, flutningur nýrra verka og samstarf við tónskáld undirbúa söngvarann vel undir frekara nám og starf. Öflugt samstarf er við erlenda háskóla og býður það upp á möguleika til skiptináms og heimsókna erlendra prófessora. 

Námið er 180 eininga nám (ECTS einingar) til bakkalárgráðu í tónlist.

Söngkennarateymi LHÍ mynda:

Þóra Einarsdóttir
Kristinn Sigmundsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir

Píanóleikarar eru:
Selma Guðmunsdóttir
Helga Bryndís Magnúsdóttir
Matthildur Anna Gísladóttir

Leiklistarkennarar eru:
Vigdís Másdóttir
Stefán Hallur Stefánsson

Hljóðfræði og framburð kenna:
Þórður Helgason
Bergþór Pálsson

Meðal kennara í öðrum fræðigreinum eru:
Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson
Hildigunnur Rúnarsdóttir
Þorbjörg Daphne Hall 
Gunnsteinn Ólafsson
Ari Hróðmarsson
Berglind María Tómasdóttir

Meðal gestakennara söngdeildar LHÍ síðustu misseri má nefna:

Catrin Wyn Davies; söngkona og prófessor í Löven, Belgíu.
Bernhard Epstein; söngþjálfari, hljómsveitarstjóri og yfirmaður óperudeildar Tónlistarháskólans í Stuttgart.
Maurizio Leoni; söngvari og prófessor við Conservatorio di Musica A. Buzzolla
Harald Björköj; prófessor við Grieg Akademiet, Bergen University.
Katarina Stöm-Harg; píanóleikari og prófessor í Kammertónlist og túlkun við Konuglega Tónlistarháskólann í Stokkhólmi. 
Sanna Vuolteenaho;söngkona og prófessor í Metropolia University Helsinki.
Scot Weir; söngvari og prófessor í Hans Eisler tónlistarháskólanum í Berlín.
Marcin Koziel; píanóleikari og söngþjálfari frá Tónlistarháskólanum Vínarborg.
Rannveig Fríða Bragadóttir; söngkona og dósent við Tónlistarháskólann í Vínarborg.
Anthony Pilavachi; leikstjóri.
Sigríður Ella Magnúsdóttir; söngkona og kennari.
Sigrún Hjálmtýsdóttir; söngkona og kennari við Söngskóla Sigurðar Demetz.
Bergþór Pálsson; söngvari og kennari við Söngskólann í Reykjavík.
Sólrún Bragadóttir; söngkona og kennari.
Kolbeinn Ketilsson; söngvari.
Garðar Cortes; söngvari og skólastjóri Söngskólans í Reykjavík.
Helga Rós Indriðadóttir; söngkona og kennari.