Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið úthlutun fyrir sumarið 2017. Sjóðnum bárust alls 215 umsóknir í ár og hlutu 68 verkefni styrk, sem gerir um 32% úthlutunarhlutfall.
 
Styrkt verkefni með aðkomu nemenda og kennara Listaháskólans eru 9 talsins, sem alls 15 nemendur munu vinna að í sumar. Flest verkefnanna eru á sviði hönnunar og arkitektúrs, ein einnig hlutu verkefni á sviði myndlistar, tónlistar og sviðslista styrki. nemendur í myndlist, listkennslu og tónlist styrki.
 
Listaháskólinn óskar nemendum og leiðbeinendum þeirra til hamingju með árangurinn.
 
Orð myndlistarmannsins: skrif, viðtöl, samræða
Leiðbeinandi: Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við myndlistardeild.
6 mannmánuðir fyrir 2 nemendur, 1.398.000 kr.
 
Danshús á Íslandi – fyrstu skrefin
Leiðbeinendur: Ásgerður Gunnarsdóttir, lektor við sviðslistadeild, Tinna Grétarsdóttir hjá Dansverkstæðinu og Ragnheiður Skúladóttir hjá Íslenska dansflokknum.
3 mannmánuðir fyrir 1 nemanda, 699.000 kr.
 
Lúpína í nýju ljósi: lífrænt hráefni í umhverfisvæna afurð
Leiðbeinendur: Thomas Pausz, aðjúnkt við hönnunar- og arkitektúrdeild, og Magnús Hrafn Jóhannsson hjá Landgræðslu ríksins.
6 mannmánuðir fyrir 2 nemendur, 1.398.000 kr.
 
Mynstrað leður
Leiðbeinendur: Linda Björg Árnadóttir, lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild/Scintilla ehf., og Jamie Lentin hjá Shuttle Thread Inc.
3 mannmánuðir fyrir 1 nemanda, 699.000 kr.
 
Dropar úr lofti
Leiðbeinendur: Garðar Eyjólfsson, lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild, Kristján Leósson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, og Hans Guttormur Þormar hjá Lífeind/Biocule.
6 mannmánuðir fyrir 2 nemendur, 1.398.000 kr.
 
Horfið, hið hlutlausa sjónarhorn hlutgervingar
Leiðbeinandi: Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við myndlistardeild.
3 mannmánuðir fyrir 1 nemanda, 699.000 kr.
 
Langspil og lengeleik: að semja nýja tónlist og þróa nótnaritun fyrir gömul íslensk og norsk alþýðuhljóðfæri
Leiðbeinendur: Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Þorbjörg Daphne Hall, bæði lektorar við tónlistardeild.
3 mannmánuðir fyrir 1 nemanda, 699.000 kr.
 
Trippi: tveir ótamdir hönnuðir kanna nýtingarmöguleika íslenskra hrosshúða
Leiðbeinendur: Linda Björg Árnadóttir, lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild, og Kristrún Thors, stundakennari við sömu deild.
6 mannmánuðir fyrir 2 nemendur, 1.398.000 kr.
 
Staðbundin framleiðsla: Litla-Hraun – nýting hönnunar við nýsköpun og vöruþróun í vinnustofum fanga
Leiðbeinendur: Garðar Eyjólfsson, lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild, og Búi Bjarmar Aðalsteinsson hjá Grallaragerðinni ehf.
9 mannmánuðir fyrir 3 nemendur, 2.097.000 kr.
 
Þetta yfirlit er unnið upp úr gögnum Rannís þar sem verkefni eru skráð eftir heiti verkefnis ásamt nafni og aðsetri leiðbeinanda. Nöfn nemenda verða birt á gagnagrunni Rannís á næstunni.
 
Verk á mynd: Anne Rombach