Kl. 16.00–17.00 Stofa 54 (3. mars) (EN)
Bryndís Snæbjörnsdóttir
Bente Eriksen Lööf
[Scroll down for English]
Undanfarin 2 ár hafa myndlistamennirnir Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson tekið þátt í þverfaglegu verkefni Beyond Plant Blindness, sem styrkt hefur verið af sænska vísindaráðinu (Vetenskapsraadet). Hlutverk þeirra innan þessa verkefnis hefur verið að búa til myndlistarverk sem tekst á við inntak og hugsjónir verkefnisins í heild þ.e. hvernig hægt sé að sjá plöntur sem lifandi verur. Þau Bryndís og Mark hafa þróað ákveðna aðferð í listsköpun sinni sem byggist á því að einstaklingsgera aðrar verur með því að m.a. að setja fram ‘ævisögu’ viðkomandi. Eins og gefur að skilja byggjast þessi æviágrip á frásögn þeirra mannlegru vera sem hafa haft eitthvað með þessar verur að gera. Dæmi um þetta má sjá í verkunum; nanoq:flat out and bluesome og You Must Carry Me Now.
 
Þegar kemur að því að einstaklingsgera ákveðna plöntu og einblína á ævi hennar taka við aðrar breytur. Flestir finna ekki fyrir dauða heimilisplantna á sama hátt og t.d. gæludýrs. Líftími plantna er annar en okkar eigin og líffræði þeirra töluvert frábrugðin. Í heimahúsum getur skapast ákveðin tengsl við plöntur sem hægt hefði verið að byggja á í tengslum við okkar listaðferðir. Þannig listamennirnir t.d. velt fyrir sér því sem plöntur hafa orðið vitni að innan veggja heimilisins, þ.e. þá atburði sem þær hafa skrásett í sínu minni.
Til að gera sér enn erfiðara fyrir þá var fyrirfram ákveðið að verkefnið Beyond Plant Blindness yrði í grasagarði. Þar er áherslan oftast á sýnishorn þ.e. plöntur sem kynna sína tegund og þær eiga að gera það á sem fallegastan hátt – í fullum skrúða. Veikindi og einhverskonar slappleiki þýðir að plöntum er gjarnan hent og í staðinn kemur nýr einstaklingur sem ræktaður hefur verið út frá sama stofni. Hvernig býr maður til samkennd í slíku samfélagi?
Það sem þau Bryndís og Mark vinna með í þessu verkefni er að tengja ákveðnar plöntur við uppruna sinn. Til þess styðjast þau að mestu við viðtöl sem byggð hafa verið á tengslum og minningum plöntusafnarans og grasafræðingsins Henrik Zetterlund sem unnið hefur hjá Göteborg Botaniska Trädgaard í fjölda mörg ár. Verkið er á lokastigi og mun verða sýnt á þremur stöðum innan Grasagarðsins í Gautaborg um miðjan apríl. Dawn Sanders er verkefnastjóri Beyond Plant Blindness verkefnisins. Aðrir þátttakendur eru Bente Eriksen Lööf líffræðingur/grasafræðingur og forstjóri Grasagarðsins í Lundi og Eva Nyberg lektor í umhverfisfræðum á menntavísindasviði Gautaborgaháskóla.
 
 
bryndis.jpg
 
Contemporary humans have become an urban species. Living in megalopolitan cities reduces intimate contact with the natural world thus placing greater emphasis on ´presented nature´ settings, such as zoos, botanic gardens and natural history museums. However, previous research has demonstrated that ´plant blindness´ inhibits human perceptions of plants. In view of increasing species extinction the world can no longer afford our citizens to see ´nothing´ when they look at plants, the basis of most life on earth. The team of researchers in this project Dawn Sanders, Eva Nyberg, Bente Eriksen Molau & Snæbjörnsdóttir/Wilson believe conducting research to understand how we can move beyond plant blindness is imperative for a sustainable world.
 
When we gather plants together in a botanical garden (for the living) or herbarium (for the dead) we make distinctions (to which we may be customarily blind) more conspicuously evident by singling species out, by re-presenting those, which neither belong here nor indeed belong together. The decontextualizing and concomitant exoticising of plants in this way parallels what we do with insects and fauna in natural history collections and zoos. Such collections privilege the spectacle of things but give us very little insight into how things behave, their qualities and characteristics – and nothing at all of the ‘work’ they do in the world. As artists it is our own nature, in consideration of audiences, to be generalists regarding these observations – to acknowledge them as being common amongst people at the same time as acknowledging that for some, with specialist knowledge, nothing could be less true. But it is possible to sow and constructively affect this ‘field of the general view’ with carefully selected ‘seeds’ chosen to highlight what is missing and what might be made otherwise. Removing other organisms from our view makes it easier for us to exploit them but reduces our ability to monitor geographically and culturally discrete instances and interactions that would otherwise improve our understanding and sensitivity to the imperative of ecological symbiosis. An appropriate alternative approach might be to raise awareness of idiosyncratic behaviours – attributes or acts that constitute deviation from the normative trope.