Á vorönn 2017 verður boðið upp á fjölbreytt námskeið í öllum deildum Listaháskóla Íslands. Í Opna listaháskólanum getur fagfólk nú sótt námskeið sem kennd eru í deildum en stefnt er að því að námskeið verði opnuð fyrir fleiri hópum á næstu misserum. Opni listaháskólinn er gátt Listaháskólans út í samfélagið þar sem þekking og reynsla fær að streyma óhindrað í báðar áttir. Markmið hans er meðal annars að glæða áhuga almennings á listum og veita sem breiðustum hópi fólks aðgang að þeirri sérþekkingu og aðstöðu sem Listaháskóli Íslands býr yfir. 
 
Sækið um hér.
 
Listkennsludeild
Aðferðir tónlistar í kennslu, 2 einingar
Dans, form og skapandi leiðir, 4 einingar
Kennarinn- listamaðurinn, 4 einingar NÝTT
From studio to classroom, 2 einingar
Heimspeki menntunar, 6 einingar
Human Rights & Arts Education, 6 eða 10 einingar NÝTT
Manngert umhverfi, 4 einingar
Leikgerð, 2 einingar
Leikstjórn með ungu fólki, 4 einingar
Listir og samfélag, 4 eða 6 einingar
Listmeðferð í námi I, 4 einingar
Umsjónarkennarinn, 2 einingar
 
Myndlistardeild
Alþjóðleg myndlist frá 1970 til samtímans, 4 einingar
Sjónmenning samtímans, 4 einingar
Frá póstmódernisma til altermódernisma og eftirframleiðslu, 4 einingar
Eros: Myndbreytingar ástarinnar í sögu listarinnar, 4 einingar
The Element of Chance the Unintentional the Repetition and the Rule, 4 einingar
 
Tónlistardeild
Gagnvirk tónlist I, 2 einingar
Gagnrýnin hlustun, 4 einingar
Íslenskt hljóðkerfi, 2 einingar
Hljóð og mynd, 4 einingar
John Cage og bandarísk tilraunatónlist, 3 einingar
Kennslufræði tónlistar, 8 einingar
Raflosti, 2 einingar
Raftónlistarsaga I, 2 einingar
Skapandi starf í tónlistarnámi I, 2 einingar
Voces Thules - Miðaldatónlist, 4 einingar
 
Sviðslistadeild
Andstæður – samstæður, 2 einingar
AcTango, 2 einingar
Compleate vocal söngtækni, 2 einingar
Kyogen – Samurai gamanleikir, 2 einingar
Útvarpsleikhús, 2 einingar
 
Hönnunar- og arkitektúrdeild
Grafísk hönnun á Íslandi, 2 einingar
Íslensk vöruhönnun, 4 einingar