Nemendur á örðu ári á Sviðshöfundabraut hafa undanfarnar vikur sótt námskeið í leikritun hjá Bjarna Jónssyni, leikskáldi. Námskeiðið er vinnustofa í skapandi skrifum þar sem nemendur skoða ólíkar aðferðir við vinnslu á texta, með sérstakri áherslu á texta sem ætlaður er til lifandi flutnings. Nemendur vinna með eigin texta og annarra með það að markmiði að kynnast byggingarþáttum leiktexta, þeim hefðum sem þar gilda og hvernig unnt er að vinna með þær á skapandi og sjálfstæðan hátt.

 

Mánudaginn 12. desember kynna nemendur afrakstur vinnu sinnar með leiklestri kl 20.00 í Hrá sal (511) Sviðslistadeildar LHÍ á Sölvhólsgötu 13.

 

Allir velkomnir