Á námskeiðinu er fjallað um sjónmenningu samtímans út frá forsendum sjónmenningarfræða. Lögð er áhersla á að skoða sjónrænt umhverfi og samfélagslegan bakgrunn lista, óháð spurningum um fagurfræði og listræn gæði. Fjallað er um mikilvægi sjónrænna þátta í fjölda- og afþreyingarmenningu og um hið almenna og dæmigerða í ólíkum miðlum; í hönnun, kvikmyndum, myndlist, auglýsingum, sjónrænni umgjörð popptónlistar og borgarumhverfi. 

Námsmat: Ritgerðir, hópverkefni og ástundun

Kennari: Ragnheiður Gestsdóttir er myndlistar- og kvikmyndagerðarkona með bakgrunn í sjónrænni mannfræði. Hún gerir innsetningar, skúlptúra, og kvikmyndaverk. Í verkum sínum vinnur hún með þekkingarsköpun, valdakerfi og framtíðarþrá og það tungumál sem maðurinn notar til að vísa í þessi kerfi og hugmyndir. Ragnheiður lauk framhaldsnámi í myndlist frá Bard College í New York árið 2012 og í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths College í Lundunum árið 2001. Ragnheiður hefur haldið einkasýningar hérlendis og tekið þátt í samsýningum og kvikmyndahátíðum víða um heim.

Staður og stund: Laugarnes, þriðjudagar kl. 8.30 - 10.10.

Tímabil: 10.01 - 21.03 2017

Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Skyldunámskeið í BA námi í myndlist.

Verð: 48.000 kr. (án eininga) – 60.000 kr. (með einingum)

Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is