Hið árlega Opna hús LHÍ verður fimmtudaginn 27. október. Þá verður hægt að kynna sér starfsemi allra deilda í húsum skólans: Laugarnesi, Sölvhólsgötu og Þverholti. Kennarar og nemendur verða á öllum stöðum og svara þeim spurningum sem koma upp.

Dagskráin fer fram frá 13:00 - 16:00 og verður hægt að kynna sér inntökumöppur, fá leiðsagnir um húsin og kíkja í tíma.

Tónlistardeild, Sölvhólsgötu 13.

13:15 Kynning á námi í tónlistardeild, stofa 535 3. hæð
14:45 Kynning á námi í tónlistardeild, stofa 535 3. hæð
13:00-15:50 Opinn tími í  Performance and communication - Leikfimisalurinn 2. HÆÐ
15:00 Masterklass í kammertónlist, Flyglasalur 2. HÆÐ
15:30 Spunatónleikar Í Sölvóli
  • Léttar veitingar verða í boði nemendafélagsins  Í Græna sal 3. HÆÐ
  • Kennarar og nemendur verða til viðtals.

Sviðslistadeild, Sölvhólsgötu 13.

13:00 Verkefnastjóri tekur á móti fólki
13:30 Deildarforseti og fagstjórar kynna deildina í stofu 533
14:00 Nemendur sitja fyrir svörum með möppur í stofu 533
15:00 Opin tími hjá 2. ári leikara undir stjórn Þorsteins Bachmann í stofu 500
15:30 Opinn tími hjá 2. ári samtímadansi undir stjórn Egil Ingibergssonar í stofu 502

Hönnunar og arkitektúrdeild, Þverholti 11.

13:00 - 14:00 Nemendur leiða gesti um vinnustofur og skólaumhverfi

Kynningar í Sal A:
14:00 Sigrún Birgisdóttir deildarforseti kynnir nám í deild
14:10 Fulltrúar nemenda fjalla um reynslu af námi
14:20 Arkitektúr
14:30 Fatahönnun
14:40 Grafísk Hönnun
14:50 Vöruhönnun
15:00 - 16:00 Nemendur leiða gesti um vinnustofur og skólaumhverfi
 

Myndlistadeild, Laugarnesvegi 91.

12:30 – 13:30 Fyrirlestur: Eric Bünger
13:00 – 16:00 Leiðsagnir um húsið
14:30 – 15:00 Námskynning BA og MA námsbrauta
13:00 – 16:00 Verk nemenda verða sett upp víðsvegar um húsnæði deildarinnar

Listkennsludeild, Laugarnesvegi 91.

13:00 - 16:00 Verkefnastjóri deildarinnar tekur á móti gestum

Athugið að dagskráin getur tekið breytingum.

Allir áhugasamir um námið í Listaháskólanum eru hvattir til að koma. Við tökum fagnandi á móti ykkur.