Guðný Rúnarsdóttir er nýr deildarfulltrúi Listkennsludeildar og hefur þegar hafið störf. 

Guðný Rúnarsdóttir útskrifaðist úr meistaranámi í listkennsludeild LHÍ árið 2013. Hún hefur unnið við listkennslu barna undanfarin ár, meðal annars við Myndlistaskólann í Reykjavík, Klifinu - Garðabæ, Landakotsskóla og Gerðarsafni. Guðný lauk B.A. námi í myndlist úr LHÍ árið 2003 og stundaði svo leirlista og hönnunarnám í Myndlistaskólanum í Reykjavík (MÓTUN) 2009-2011.