Hvernig væri samfélag án lista? Hvernig mun óbreytt menntunar- og starfsumhverfi hafa áhrif á gæði listanna? Hvernig varðveitum við listmenningararfinn og skiptir það máli? Þetta ætlum við að ræða á Fundi fólksins í Norræna húsinu ásamt góðum gestum.

Þáttakendur
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ.
Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ.
Stefán Jónsson, prófessor við sviðslistadeild LHÍ.
Guðni Tómasson, listsagnfræðingur og blaðamaður á Fréttatímanum.
Tinna Gunnarsdóttir, prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild.
Jóna Hlíf, formaður SÍM.
Ingi Rafn Sigurðsson, stofnandi Karolina fund.
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, varaformaður hugverkaráðs Samtaka Iðnaðarins.
Davíð Ingi Bustion, hollnemi LHÍ.
Sigrún Inga Hrólfsdóttir, deildarforseti myndlistardeildar LHÍ.
Vigdís Jakobsdóttir, aðjúnkt við listkennsludeild LHÍ og stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík.

Fundarstjóri er Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, gæðastjóri LHÍ.

 

Um Fund fólksins:
FUNDUR  FÓLKSINS er lífleg tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál haldin 2. og 3. september 2016 í Norræna húsinu. Slegið verður upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki verða með starfsemi og þjóðþekktir einstaklingar stjórna sjóðheitum umræðum. Hátíðin er vettvangur til að virkja lýðræðið og brúa bilið milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði og skemmtilegar uppákomur.

Þátttakendur eru um 70 talsins og samanstendur dagskráin af yfir 100 viðburðum.  www.fundurfolksins.is