Kapsúllinn ,,Þér sem höfundi tekst að plægja akur frumleikans, neitar að þröngva gömlu formi uppá veruleikann… hugmyndin tók hold og fékk mál þitt sem náði sundurslítandi áhrifum hamskiptanna sem við þekkjum úr veruleikanum og það er í raun ekki fyrr en hjá áhorfandanum sem hið nýja náði að fæðast… áhorfandinn varð að mesta áhrifavaldi verksins og án hans hefði hugmynd þín visnað, eins og vanrækt fræ. Ef við leggjum hönd á plóginn munum við ánetjast og ef við eignums engan plóg mun hönd okkar visna. Fræin eru ekki farin að spíra en þau hafa bólgnað upp.” -Eyvi, Kapsúllinn

Kapsúllinn er nýtt íslenskt leikverk eftir Önnu Katrínu Einarsdóttir, sett upp undir leikstjórn Önnu Katrínar Einarsdóttur. Þar sem höfundurinn neitaði að gefa upp öndina hélt verkið áfram að lifa og þroskast út ferlið. Anna Katrín Einarsdóttir hefur lagt áherslu á leikstjórn og skrif í námi sínu við Listaháskóla Íslands. Sviðið er lífrænn staður sem framleiðir einlægar lygar sem áhorfandinn samþykkir, en ef ekki er logið að nægilega mikilli sannfæringu verður hann vonsvikinn. Í skrifum sínum rannsakar Anna Katrín þessa þörf mannsins fyrir að láta ljúga að sér og varnarveggina sem hver einstaklingur reisir í kringum eigin sannleik. Innblástur finnur hún í sínu nánasta umhverfi, oftar en ekki upp úr hleruðum samræðurm eða þá húmornum í látlausum aðstæðum hversdagsleikans.

Verkið var frumsýnt 22.maí í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu.

https://vimeo.com/172728080