Bryndís Snæbjörnsdóttir tekur við starfi prófessors og fagstjóra meistaranáms í myndlist.
 
Bryndís er virk í faginu á innanlands- og alþjóðavettvangi og á að baki fjölda einka- og samsýninga. Hún er leiðandi myndlistarmaður á sínu sérsviði og hefur hlotið ýmsa rannsóknarstyrki. Bryndís hefur viðamikla reynslu af akademískum störfum og kennslu á háskólastigi innanlands sem erlendis auk þess að hafa viðamikla akademíska stjórnunarreynslu.
 
Bryndís hefur lokið doktorsprófi í myndlist frá Gautaborgarháskóla, meistaraprófi og bakkalárprófi í myndlist frá Glasgow School of Art og B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands.