Fyrir hver er námskeiðið: Fyrir áhugafólk um heimstónlist.
 
Í námskeiðinu er farið yfir þær landfræðilegu, sögulegu og menningarlegu forsendur sem hafa mótað helstu tónlistarstefnur og flutningsmáta í hindustani / norður-indverskri klassískri tónlist, sem og helstu einkenni þeirra og flutningsmáta þeirra. Einnig verður útskýrt í stórum dráttum hvernig Hindustani hefðin er frábrugðin melakarta –kerfinu sem er að finna í Karnatic tónlistarhefðinni frá Suður Indlandi. Leitast verður við að kynna helstu lagrænu og ryþmísku þætti hindustani tónlistar, sem og hljóðfæri. Sérstök áhersla verður lögð annars vegar á sargam solfa-kerfi, tíu helstu thaats (kirkjutóntegundir) sem mynda grunninn að uppbyggingu og mótun ragas (lagrænn rammi), og hins vegar á helstu taal (takttegundir) og notkun þeirra. Nokkur dæmi um ragas verða tekin fyrir. Annar áhersluþáttur námskeiðisins verður klassíska sönglagahefðin sem tengist við lagahöfundinn og nóbelsskáldið Rabindranath Tagore (1861-1941), eða Rabindrasangit, sem hefur skapað sér sérstakan sess í klassísku og neo-klassísku tónlistarhefð Hindustani tónlistar, einkum í Bengal.
 
Námsmat: Próf, verkleg og skrifleg verkefni.
 
Kennari: Andrés Ramón.
 
Staður og stund: Skipholti 31, mánudag til föstudags kl. 09:20 - 12:10 (alls 5 skipti).
 
Tímabil: 
  • 23. september 2019, 09:20 - 12:10
  • 24. september 2019, 09:20 - 12:10
  • 25. september 2019, 09:20 - 12:10
  • 26. september 2019, 09:20 - 12:10
  • 27. september 2019, 09:20 - 12:10
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Tónlistarmenntun er æskileg en ekki skilyrði. Námskeiðið er á bakkalárstigi.
 
Nánari upplýsingar: Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri tónlistardeildar. indra [at] lhi.is.