tonlist_copy.jpg
 

Fjallað verður um ævi og verk J.S. Bachs og nokkur verka hans skoðuð sérstaklega (Jóhannesarpassían, h-moll messan, kirkjukantötur).  Saga verkanna verður rakin og þau hljóm- og formgreind, auk þess sem skoðað verður hvaða trúarlegu, fagurfræðilegu og heimspekilegu viðhorf liggja að baki tónlist Bachs.  Þá verður fjallað um „Bach-endurreisnina“ á 19. og 20. öld og þátt hennar í að móta hugmyndir síðari tíma um tónskáldið og arfleifð hans. 

Námsmat: Mæting og þátttaka í umræðum, fyrirlestur, greining á völdum köflum og lokaritgerð.                                        

Kennari: Árni Heimir Ingólfsson.   

Staður og stund: Sölvhólsgata 13, fimmtudaga kl. 8:30-10:10.

Tímabil: 6. október - 15. desember, 2016.