myndlist.jpg
 

Snertifletir vísinda og lista hafa verið margir í aldanna rás og tekið á sig ólíkar birtingarmyndir, allt frá Forn-Grikkjum og endurreisn til nútímalistar 21. aldar. Starfi og verkum vísinda- og listamanna hefur oft verið stillt upp sem andstæðum þótt hvort tveggja feli í sér skapandi starf og tilraunir til að skilja heiminn. Í námskeiðinu verða þessir snertifletir greindir í gegnum verk, hugmyndir og kenningar vísindamanna jafnt sem listamanna. Sérstökum sjónum verður þó beint að samtímamyndlistarmönnum sem beita aðferðum og þekkingu raunvísinda í verkum sínum. Spurningum verður einnig varpað fram um gildi fagurfræðilegrar úrvinnslu listamanna á vísindalegri þekkingu og samstarfs vísinda- og listamanna sem farið hefur ört vaxandi á undanförnum áratug.

Námsmat:  Verkefni, umræður og ritgerð

Kennari: Jóhannes Dagsson er heimspekingur og myndlistarmaður og aðjúnkt við myndlistadeild. Skynjun, tungumál og merking eru megin viðfangsefni hans. 

Staður og stund: Laugarnes, þriðjudaga kl: 8:30-10:10.

Tímabil: 30. ágúst - 08. nóvember, 2016.

Verð: 48.000 kr. (án eininga) – 60.000 kr. (með einingum).

Fyrir hverja er námskeiðið/Námsstig: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Valnámskeið í BA námi í myndlist.