Námskeiðið er menningarfræðilegt og fjallað verður um stöðu lista og menningar í samfélaginu, með sérstöku tilliti til sögulegs samhengis. Áherslan hvílir annars vegar á þverfagleika, samspili listgreina og fræðigreina, og hins vegar á viðtökum, upplifun og túlkun listar og menningar í sögulegu og menningarlegu samhengi. Ætlunin er að nota til umræðna sem mest af dæmum úr samtímanum og leita að leiðum fyrir verðandi kennara til að miðla umfjöllun og upplifun á listum og menningu til nemenda.

Námsmat: Verkefni, þátttaka og virkni.

Kennari: Jón Bergmann Kjartansson – Ransu starfar sem myndlistarmaður, kennari í Myndlistarskólanum í Reykjavík og LHÍ, bloggari með meiru. Hann hefur gefið út tvær bækur á síðustu árum, Listgildi samtímans: Handbók um samtímalist á Íslandi og Málverkið sem slapp út úr rammanum.  

Staður og stund: Laugarnes, þriðjudaga kl: 13:00-15:50 (ekki kennt 25. okt. og 1. nóv.).

Tímabil: 11. október - 13. desember, 2016.

Verð: 72.000 kr. (án eininga) – 90.000 kr. (með einingum).

Fyrir hverja er námskeiðið/Námsstig: Námskeiðið er opið kennurum og listafólki með BA gráðu eða sambærilegt nám. Námskeiðið nýtist öllum sem koma að listmenntun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.