Unnið verður með eftirfarandi svið fullorðinsfræðslu: Starfsfærnikröfur nýrra tíma, helstu einkenni og forsendur fullorðinna nemenda, undirstöðuatriði almennra kennslufræða varðandi fræðsluhönnun, kennsluaðferðir sem henta fullorðnum, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, og nauðsyn og gildi símenntunar. Kynnt verður skipulag og umgjörð fullorðinsfræðslu á Íslandi, nýsköpun, styrkir til fræðsluverkefna, gæðaeftirlit og samstarf við aðrar þjóðir um þróun í fræðslustarfi.

Námsmat: Verkefni, kennaramat, sjálfsmat og jafningjamat.

Kennari: Ása Björk Stefánsdóttir er kennslufræðingur á Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Hún lauk meistaraprófi í kennslufræðum með áherslu á notkun á upplýsingatækni í háskólakennslu. Ása Björk hefur undanfarin 10 ár unnið að  kennsluþróun á háskólastigi í Háskólanum á Bifröst, Háskóla Reykjavíkur og Háskóla Íslands. Hún hefur einnig starfað sem fræðslustjóri Isavia og unnið verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Staður og stund: Laugarnes, miðvikudaga kl: 9:20-12:10 

Tímabil: 28. september - 30. nóvember 2016 (ekki kennt í hverri viku).

Verð: 72.000 kr. (án eininga) – 90.000 kr. (með einingum).

Fyrir hverja er námskeiðið/Námsstig: Námskeiðið er opið öllum með BA gráðu eða sambærilegt nám. Námskeiðið nýtist öllum sem koma að menntun fullorðinna. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.