Útskriftartónleikar Maríu Jönsson: Bach to the future
21. maí kl. 20.00 í Salnum í Kópavogi

María ólst upp í Lundi í Svíþjóð og hóf flautunám í tónlistarskóla Lundar 9 ára gömul og stundaði nám þar í 10 ár. Aðalkennari í tónlistarskólanum var Sara Lindvall. Árið 2012 lauk hún stúdentsprófi úr Lars-Erik Larsson- gymnasiet með nátturafræði og tónlist og hóf svo nám í Musikhögskolan Ingesund (tónlistarháskóla Ingesundar) í klassískum flautuleik og stundaði nám þar í eitt ár hjá Ann Elkjär. Haustið 2013 flutti hún til Íslands og hóf nám í Listaháskóla Íslands og hefur síðan þá lært hjá Martial Nardeau.

María hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum og masterklössum bæði úti og á Íslandi, m.a. Nordiska Ungdomsorkestern, spilað með Ensemble Modern á tónlistarhátíðinni Musiikin Aika, námskeið og masterklassar hjá m.a. Wil Offermans, Göran Marcusson, Georgia Brown og Moshe Aron Epstein.

María hefur síðustu árin haft mikinn áhuga á nútímatónlist og skrifaði lokaritgerðina sína um nútímatækni í grunn- og miðnámi á Íslandi. Í haust hefur hún mastersnám í Kungliga Musikhögskolan í Stokkhólmi og mun á næstu árin læra í Tallinn, Stokkhólmi, Lyon og Hamburg. Námið leggur áherslu á nútímatónlist og heitir Contemporary Performance and Composition.

Meðleikarar:
Kristján Karl Bragason, píanó
Berglind María Tómasdóttir, flauta
Óskar Magnússon, gítar
Ásthildur Ákadóttir, píanó
Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló
 
Efnisskrá:
Rolf Wallin: Depart for acting flutist and tape
J.S. Bach: Sónata í E-dúr fyrir flautu og fylgibassa
María Jönsson: En attendant Godot (Beðið eftir Godot)
Toru Takemitsu: Toward the sea fyrir altflautu og gítar
George Crumb: Vox Balaenae (rödd hvalsins) fyrir flautu, selló og píanó