Útskriftartónleikar Jóns Lorange úr tónsmíðum – Maður & Stóll 
12. Maí klukkan 20 í Salnum, Kópavogi.
 
Boðskap sögunar Maður & stóll er hægt að túlka á margan hátt. Höfundur vill eingöngu segja þessa einföldu dæmisögu og láta hvern og einn túlka boðskap hennar. Á tónleikunum verður þessi saga sögð af sögumanninum Randveri Þorlákssyni og hljómsveit. Fyrir frumflutning verksins verður annað verk flutt eftir Jón sem heitir Hvað Slær Klukkan?.
-

Jón hefur lært tónsmíðar undir handleiðslu Hafdísar Bjarnadóttir og Páls Ragnar Pálssonar við Listaháskóla Íslands. Hann hefur nýverið lokið skiptinámsdvöl í Ljubljana, Slóveníu. Kennari hans þar var Dusan Bavdek. Hugmyndina af verkinu Maður & Stóll fékk Jón einmitt úti í Ljubljana. Fyrir utan tónsmíðanámið hefur Jón verið í ýmsum hljómsveitum og þá helst mætti nefna Nolo. Einnig hefur hann unnið að mikið af tónlist undir listamannanafninu TSS. Tónlistin í Nolo og TSS er frábrugðin þeirri tónlist sem hann semur sem tónskáld en eflaust má finna einhverja snertifleti ef nánar er gáð. Annað verk sem Jón samdi í Ljubljana er einleiksverk fyrir klassískan gítar og heitir það Hvað Slær Klukkan?. Það verk var fyrst flutt í janúar 2016 á Ómkvörninni, uppskeruhátið tónsmíðanema við Listaháskóla Íslands og síðar í Mengi á tilraunakvöldi Listaháskólans. Í apríl var það síðan flutt á Gítarhátið í Ljubljana sem var haldin af skólanum, Academy of Music, sem Jón heimsótti. Eftir flutningin af Hvað Slær Klukkan? Verður frumflutningur á verkinu Maður & Stóll.

Stjórnandi: Ari Hróðmarsson
Sögumaður: Randver Þorláksson
Fyrsta fiðla: Johanna Ruminy
Önnur fiðla: Aldís Bergsveinsdóttir
Selló: Heiður Lára Bjarnadóttir
Kontrabassi: Ingvi Rafn Björgvinsson
Gítar: Óskar Magnússon
Fagott: Ásthildur Ákadóttir
Slagverk: Höskuldur Eiríksson