Fimmtudagurinn 28. apríl kl. 18:00
Listasafn Reykjavíkur
 
Vegna fjölda fyrirspurna hefur verið ákveðið að endurtaka fyrirlestur um staðalmyndir fatlaðs fólks innan auglýsinga bransans, fimmtudaginn 28. apríl klukkan 18:00 á Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.
Það á að vera svo sjálfsagður hluti af menningunni okkar að endurspegla raunverulegt fólk, en þvert á móti eru sýndar veruleikafirrtar staðalmyndir um „fullkomnun.“ Þessar hugmyndir eru svo rótgrónar í samfélaginu að ákvarðanir um endurtekna notkun þeirra eru teknar ómeðvitaðar.

Fólk með skerðingu þarf ekki að aðlagast umhverfinu heldur þarf umhverfið að aðlagast fötluðu fólki.

Sköpum rými þar sem margbreytileika er fagnað. Það er löngu tímabært að ríkjandi valdið gefi af forréttindum sínum og skapi þetta umhverfi.

Fögnum saman margbreytileikanum!
Fram koma:
Hörður Lárusson, Listrænn stjórnandi á Brandenburg
Eva Þórdís, kennari í fötlunarfræðum við HÍ
Saga Sig, ljósmyndari
Alma Ýr Ingólfsdóttir, fyrirsæta og mannréttindalögfræðingur
Helga Dögg, nemandi í grafískri hönnun