Föstudaginn 22. apríl kl. 12:15 heldur John Bielenberg fyrirlesturinn The Secret Project to Think Wrong and Change the World í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands,
GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrasal A.
 
 
John Bielenberg er hönnuður, frumkvöðull og hugmyndaríkur talsmaður betri heims. Árið 2003, stofnaði hann Project M, yfirgripsmikið verkefni hannað til að hvetja áfram og fræða unga hönnuði, rithöfunda, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmenn og með því sanna að verk þeirra, sérstaklega röngustu hugsanir þeirra - geta haft veruleg áhrif á samfélög.
 
Í sköpunarferlinu, eru menn fórnarlömb eigin taugaboðleiða og taugamóta; ómeðvitað fylgjum við fyrirsjáanlegum leiðum til að leysa vandamál. Í fyrirlestrinum mun John fjalla um hvernig hægt sé að vinna með og nota „rangsnúna hugsun” til að leysa stór viðfangsefni og stuðla að jákvæðum breytingum í heiminum.
 
John hefur ánægju af að hjálpa fólki að finna hugrekki og húmor til að koma sögum sínum, hugmyndum og hugviti út í heiminn. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna á ferli sínum sem hönnuður. John Bielenberg kennir hönnun við California College of the Arts í San Francisco og er nú staddur á Íslandi þar sem hann tekur þátt í að prófdæma verk nemenda við hönnunar- og arkitektúrdeild. 
 
Hádegisfyrirlesturinn er í sal A í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar að Þverholti 11.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.