Þriðjudaginn 19. apríl kl. 12:15 heldur Elizabeth Resnick fyrirlesturinn Developing Citizen Designers: Who Are We Now and What Do We Believe In? í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrasal A.
 
Elizabeth er prófessor í grafískri hönnun við Massachusetts College of Art and Design í Boston
 
Ég er afkvæmi minna tíma, lituð og mótuð af þeim tímum sem ég hef upplifað. Hvert og eitt okkar er á sinn eigin einstaka hátt hluti af miklu stærra samfélagskerfi. Þó það sé mannlegt að hugsa um okkur sjálf sem fágæta einstaklinga, eru fáir sem alast upp í tómarúmi, ósnortnir af gangi sögunnar.
 
Ég er einnig kennari við listaháskóla. Starf mitt felst í að kenna nemendum að miðla í gegnum myndmál. En hlutverk mitt felst auk þess í að hvetja nemendur til að hugsa umfram það að þjóna eingöngu viðskiptum og verslun, og að nota kunnáttu sína og eiginleika til að stuðla að samfélagslegum breytingum. Í fyrirlestrinum, mun ég segja frá persónulegu ferðalagi mínu og störfum við að hvetja aðra, innan skólastofunnar og í gegnum eigin verkefni.
 
Hádegisfyrirlesturinn er í sal A í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar að Þverholti 11.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.