4. maí kl. 21:00
Mengi

Hekla Magnúsdóttir útskrifast úr nýmiðlabraut hjá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hekla er sjálflærð á þeramín og hefur kannað mismunandi heima þessara hljóðfæris undanfarin ár í sínum tónsmíðum.

Miðvikudaginn 4. maí klukkan 21:00 mun Hekla Magnúsdóttir halda útskriftatónleika sína í Mengi. Þar verður verkið >2 en <30 flutt, en það er samið fyrir tvö eða fleiri þeramín en þó færri en 30. Flytjendur eru Hekla Magnúsdóttir og Jesper Pedersen og spila þau saman tvær aðal þeramínraddirnar. Raddirnar blandast svo saman við kór af þeramíndróni og þeramínfuglum sem spilast í víðóma í gegnum fjóra magnara sem standa umhverfis áhorfendur. Verkið er 20 mínutna langt.