Lærðu um leiklist, takt og sirkuslistir - allt í einni vinnusmiðju! Vinnusmiðjan endar svo á kynningu fyrir foreldra. Leiðbeinendur eru Nick Candy leikari og sirkuslistamaður, Elín Sveinsdóttir leikkona og Kristín Cardew tónlistarkona. Á námskeiðinu verður farið í skemmtilega leiki sem tengja saman tónlist, leiklist og sirkuslistir. Ath. námskeiðið er ætlað fyrir 8-10 ára. Ekki er heppilegt að yngri börn sæki námskeiðið. Takmarkaður sætafjöldi. Miða má nálgast klukkutíma fyrir viðburð í Þjóðleikhúsinu.

Tímasetning

23. apríl 14:00 - 16:00

Staðsetning

Þjóðleikhúskjallarinn

Heimilisfang

Hverfisgata 19, 101, Reykjavík