Á miðvikudaginn heldur tónlistardeild LHÍ kynningu á rannsóknarstarfsemi deildarinnar. Þar verður kynnt nýtt tímarit deildarinnar, Þræðir, en fyrsta tölublað ritsins kom út í febrúar en þar má finna tólf fjölbreyttar greinar um tónlist (https://thraedir.wordpress.com/tolublad-1/) og munu höfundar kynna nokkrar þeirra.  Þá mun rannsóknarstefna deildarinnar vera kynnt og sagt verður frá Rannsóknarstofu í tónlist og tveimur viðburðum sem verða á hennar vegum í næsta mánuði.

Hlutverk Þráða er að skapa vettvang og hvata fyrir hverskonar rannsóknarvinnu tengda tónlist innan sem utan skólans. Lögð er áhersla á opinn vettvang og mikill sveigjanleiki er til staðar varðandi tegundir texta sem tímaritið inniheldur.