Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á að tileinka sér tækni tengda margmiðlunar- og / eða gagnvirkum tónlistarverkum. Námskeiðið er valnámskeið á MA-stigi tónlistardeildar.
 
Nemendum verður skipt upp í hópa og unnið allan daginn í nokkra daga að gagnvirku og/eða margmiðlunarverki sem verður sýnt við lok námskeiðsins. Kennarar ganga á milli hópa og veita leiðbeiningar. Meðfram verða haldnir fyrirlestrar listamanna úr ólíkum geirum og sóttir viðburðir á Raflost raflistahátíðinni. Að lokum er skilað inn “dokúmentasjón” af verkinu.
 
Námsmat: Verkefni, mæting.
 
Kennarar: Áki Ásgeirsson og Ríkharður H. Friðriksson.
 
Staður og stund: Skipholt 31. (Með fyrirvara um breytingu á staðsetningu). 
 
18.05.2020 09:00 - 17:00
19.05.2020 09:00 - 17:00
20.05.2020 09:00 - 17:00
21.05.2020 09:00 - 17:00
22.05.2020 09:00 - 17:00
 
Tímabil: 18. - 22. maí 2020
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar:  Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: indra [at] lhi.is.