Í fyrirlestrum vetrarins kynna kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar eigin hönnunarverkefni og rannsóknir og ræða tengsl þeirra við kennslu í námskeiðum við deildina. Auk þess að fjalla um eigin verkefni verða tengsl hönnunar, sköpunar, rannsókna, kennslu og þekkingaröflunar rædd út frá ýmsum sjónarhornum.  

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun hvatt til að mæta. 

Hádegisfyrirlestrarnir eru í sal A í húsnæði Listaháskólans að Þverholti 11.

 

DAGSKRÁ

3. Febrúar kl. 12:15
Einar Gylfason
Grafískur hönnuður og stundakennari  
Einkenni

------

24. febrúar kl. 12:15
Margrét Harðardóttir & Steve Christer
Arkitektar og stundakennarar
Meira í dag en í gær

------

2. mars kl. 12:15
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
aðjúnkt á fræðasviði
Landscape, beauty and sensuous knowledge

------

16. mars kl. 12:15
Rúna Thors
Vöruhönnuður og stundakennari
Ferlið ræður ferðinni

------

6. apríl kl. 12:15
Hildur Björk Yeoman
Fatahönnuður og stundakennari
Wanderlust

------

27. apríl kl. 12:15
Hlín Helga Guðlaugsdóttir
Aðjúnkt í hönnun 
Why?

------

Við hönnunar- og arkitektúrdeild er boðið upp á nám á fjórum námsbrautum til bakkalárgráðu, í arkitektúr, fatahönnun, grafískri hönnun og vöruhönnun, auk þess sem boðið er upp á meistaranám í hönnun. Áhersla er lögð á að nemendur kunni skil á fræðilegum forsendum hönnunar og geti út frá þekkingu sinni tekið ábyrga afstöðu til umhverfis og samfélags. Nemendur eru stöðugt hvattir til að leita nýrra lausna og leiða og leggja sérstaka rækt við frumleika, ímyndunarafl og gagnrýninn hugsunarhátt og endurspeglast þessi áhersla einnig í kennslu og rannsóknum kennara.