Masterklass í orgelleik.

Norski orgelleikarinn Inger-Lise Ulsrud kennir orgelnemendum Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar dagana 11. og 12. febrúar frá kl. 13-17 í Hallgrímskirkju.

Námskeið Inger-Lise verður tvíþætt, annars vegar orgelbókmenntir og hins vegar litúrgískt orgelspil og spuni. Námskeiðin eru opin nemendum LHÍ og félögum í FÍO.

Sunnudaginn 14. febrúar kemur Inger-Lise svo fram á tónleikum í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags kirkjunnar. Tónleikarnir bera yfirskriftina Agnus Dei og eru helgaðir föstutónlist.

Inger-Lise Ulsrud útskrifaðist frá tónlistarháskólanum í Osló með gráðu í kirkjutónlist. Hún stundaði framhaldsnám í spuna hjá Anders Bondeman í Stokkhólmi. Síðar nam hún hjá Edgar Krapp við Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Frankfurt am Main í Þýskalandi. Hún sótti  einnig einkatíma hjá Almut Rößler í Düsseldorf.

Árið 1991 vann hún til verðlauna í spuna í ​​ Altenberg-keppninni í Þýskalandi og árið 1996 þreytti hún frumraun sína í tónleikahúsinu í Ósló.

Síðan þá hefur hún tekið þátt í fjölmörgum orgelhátíðum og ráðstefnum víða um Evrópu, m.a. í Tómasarkirkjunni í Leipzig, Markt-kirkjunni í Halle, dómkirkjunum í Riga, Passauer, Salzburg, Schleswiger, Birmingham og Niðarós. Hún hefur tvívegis áður komið komið fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík, á norræna kirkjutónlistarmótinu 2012 og á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju 2013.

Síðan 1993 hefur Inger-Lise kennt spuna og orgelleik við tónlistarháskólann í Osló og kennir reglulega meistaranámskeiðum í spuna. Hún er einnig organisti við Uranienborg kirkjuna í Ósló.

Inger-Lise hefur hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, sú nýjasta sem er tekin upp í St. Nikolai, Halmstad í Svíþjóð inniheldur nokkur af fyrstu orgelverkum Olivier Messiaen.