Dagskrá málþings Rannsóknarstofu í Listkennslufræðum:

10:00 – 10:20
Stutt ávarp – allir boðnir velkomnir
Ávarp: Hera Hilmarsdóttir, leikkona

Erindi:

Photographs - Footprints of our mind.
Darja Štirn, educator and art project manager in the kindergarten. (10:20 – 10:45).

Þjóðleikhús með stórum staf.
Vigdís Jakobsdóttir, leikstjóri og aðjúnkt við listkennsludeild LHÍ (10:45 – 11:10).

Formlegt tónlistarnám og félagslegt réttlæti.
Helga Rut Guðmundsdóttir dósent í tónlistarkennslu við Menntavísindasvið HÍ (11:10 – 11:35).

11:35 - 12:15 Hressing
Innlegg frá nemendum listkennsludeildar um aðgengi ungs fólk að listum og listkennslu.

Hvert stefnir í málefnum menningar barna og ungmenna. Horft til framtíðar.
Elfa Lilja Gísladóttir, tónlistarkennari og verkefnastjóri (12:15 – 12:40).

Að horfa með höndunum.
Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarmaður og kennari við barna- og unglingadeild Myndlistaskólans í Reykjavík (12:40 – 13:05).

Ratleikur um útilistaverk í Breiðholti - viðbrögð og virkni.
Ásdís Spanó myndlistarkona og listgreinakennari og Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt og listgreinakennari (13:05 – 13:30).

SHÄR
Kynning á dansheimildamyndinni Shär.
Hrafnhildur Einarsdóttir danslistamaður.

Samantekt.

Málþingsstjóri er Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld og fyrrverandi rektor Listaháskóla Íslands.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Nánar um erindi:

Þjóðleikhús með stórum staf
Vigdís Jakobsdóttir, leikstjóri og aðjúnkt við listkennsludeild LHÍ

Þjóðleikur er stærsta samfélagstengda verkefni Þjóðleikhússins fyrr og síðar. Hundruðir 13-20 ára ungmenna á landsbyggðinni taka þátt í Þjóðleik annað hvert ár og setja á svið glæný íslensk leikverk skrifuð sérstaklega fyrir verkefnið. Áhrif Þjóðleiks eru víðtæk og ná til fleiri sviða en skipuleggjendur gátu gert sér í hugarlund árið 2008 þegar verkefninu var ýtt úr vör.
Börn og menningarstefna.

Hvert stefnir í málefnum menningar barna og ungmenna. Horft til framtíðar. 
Elfa Lilja Gísladóttir tónlistarkennari og verkefnastjóri Tónlistar fyrir alla og Menningarpokans.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að setja af stað undirbúningsvinnu vegna stofnun nýs menningarverkefnis fyrir grunnskólanemendur.  Menningarpoki/Listakista er ætlað grunnskólanemendum landsins og eiga allar listgreinar undir. Elfa Lilja Gísladóttir verkefnastjóri mun kynna verkefnið og setja í samhengi við hvert stefnir í málefnum menningar barna og ungmenna þegar horft til framtíðar.

Formlegt tónlistarnám og félagslegt réttlæti.
Helga Rut Guðmundsdóttir dósent í tónlistarkennslu við Menntavísindasvið HÍ.

Í þessu erindi verða kynntar hugmyndir um formlegt tónlistarnám og hlutverk þess í samfélaginu í ljósi kenninga um félagslegt réttlæti. Skoðað verður hvernig aðgengi að tónlistarnámi getur haft áhrif á félagslega stöðu og afdrif einstaklinga í samfélaginu. Skoða má tónlistarmenntun sem auðmagn í fleiri en einum skilningi. Hér verður sérstaklega horft á formlegt tónlistarnám sem fjárhagslegt og menningarlegt auðmagn. Horft verður á menningarlegt auðmagn tónlistarmenntunar með kenningar Bourdieu í huga en einnig verður gripið til linsu heimspekinga á borð við Sen og Nussbaum hvað varðar sanngjarna skiptingu auðæva. Til grundvallar liggur samstarfsverkefni milli HÍ og Sibeliusarakademíunar í Finnlandi þar sem jöfn skipting auðs tónlistarmenntunar hefur verið til skoðunar.

Að horfa með höndunum.
Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarmaður og kennari við barna- og unglingadeild Myndlistaskólans í Reykjavík

Í erindi sínu mun Brynhildur segja frá myndlistarnámskeiðum sem haldin hafa verið í skólanum í samstarfi við félagið Blind og sjónskert börn. Þar hafa þátttakendur frá aldrinum sex til tólf ára unnið margvísleg verkefni þar sem áherslan hefur verið á vinnulag; hvernig hægt er að nýta allan líkamann til að teikna, skala og hlutföll, þ.e. að vinna frá því smæsta til þess stærsta. Efniviður þrívíðra verka hefur verið fjölbreyttur m.a. sælgæti, hampur og plast.

Ratleikur um útilistaverk í Breiðholti - viðbrögð og virkni.
Ásdís Spanó myndlistarkona og listgreinakennari og og Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt og listgreinakennari

Listasafn Reykjavikur hefur unnið að því að færa listaverk úr safneign sinni nær almenningi í úthverfi borgarinnar þ.m.t. Breiðholthverfi. Undanfarið hafa þær Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt og listgreinakennari ásamt Ásdísi Spanó myndlistarmanni og listgreinakennara unnið að fræðsluefni um útilistaverkin í Breiðholti fyrir Listasafn Reykjavíkur.  Fræðsluefnið inniheldur bæði lýsingar á útilistaverkum, upplýsingar um listamenn ásamt kveikjum að skapandi þverfaglegum verkefnum.  Unnin var úttekt á viðbrögðum nemenda og kennara á fræðsluefninu og verkefnum því tengdu á Barnamenningarhátíð 2015 sem greint verður frá í erindinu.

Photographs - Footprints of our mind.
Darja Štirn, educator and art project manager in the kindergarten.

Seeing comes before words. Since the child observes and recognizes before being able to speak (John Berger), we offered photography to children from the Vodmat kindergarten as a tool for describing and understanding themselves and the world around them.

Photographs are not just a record but an evaluation of the world (Susan Sontag); they are footprints of our minds, mirrors of our lives, reflections from our hearts, frozen memories, and they document not only where we have been but also show the path we might take, whether we are already aware of this or not (Judy Weiser). And because we are made of stories even before we come into the world and start creating our stories (Richard Kearney), telling and listening to the stories creates narrative knowledge, which is unfortunately fading away from our school systems and giving space to scientific and technological knowledge (Jerome Bruner). At the same time, we are forgetting how important the story is for the development of our identity and recognition of the other’s identity, because when somebody asks us who we are, we tell her/him a story…

“To collect photographs is to collect the world” wrote photographer Susan Sontag in her book On Photography (1979). Children were doing exactly that through different activities that were and still are taking place in kindergarten. They were exploring hidden places in their environment, facing their perceptions of persons/events and comparing them with their friends’ views, becoming familiar with photography as a medium for learning, storytelling and reporting about events that happened, as play/hide and seek/riddle, as a tool for imaginary creativity as well as for facing their own traumatic experiences.

While taking photos they were enjoying themselves, playing and exploring; they took photos of their adventures and later talked about them, they were catching frozen moments and creating stories from them. They were using photos for documenting activities, for reflection, for storytelling about a particular day or event that happened. And last but not least, they were using the camera and photography as a medium for telling stories about their lives as well as for telling stories about their recognition of the other.

SHÄR
Vorið 2014 fór Raven hópurinn í ferðalag um landið og bauð upp á vinnusmiðjur og danssýningar á stöðum sem dans var kannski ekki endilega mjög sýnilegur. Nánari upplýsingar um Raven hópinn og Shär verkefnið má finna hér: http://ravendance.weebly.com/